FERMINGARVEISLUR

Það er að mörgu að huga þegar kemur að þessum stórviðburði í lífi unglingsins - við erum hér til að hjálpa og auðvelda bæði undirbúninginn og framkvæmdina.
Við erum að sjá um fermingarveislur í veislusölunum okkar og einnig á bæði Múlabergi og Teríunni (systurstaðnum okkar).
Þar að auki höfum við séð um fermingarveislur í öðrum sölum, hvort sem það er bara maturinn eða matur og þjónusta - allt er mögulegt!
VEISLAN HJÁ OKKUR!

VEISLUSALURINN
Alls erum við með þrjá veislusali sem er hægt að nýta í sitthvoru lagi eða samsetta (færanlegir veggir á milli). Tilvalið fyrir litla, miðlungs og stóra veislu!

MÚLABERG VEITINGASTAÐURINN
Hægt er að leigja út Múlaberg fyrir fermingarveislur.

TERÍAN
VEITINGASTAÐURINN
Hægt er að leigja út Teríuna (systurstað Múlabergs á hæðinni fyrir neðan) fyrir fermingarveislur. Fjölmargar veislur hafa verið haldnar á Teríunni árið 2025 en salurinn er bjartur og fallegur fyrir tilefnið.
VEITINGAR
Veitingar eru alltaf samkomulagsatriði og hvað hverjum líst best á.
Hér er hægt að skoða tillögur að vinsælustu útfærslunum í fermingarveislum okkar en að sjálfsögðu er alltaf hægt að senda inn fyrirspurn um breytingar eða óska eftir einhverju öðru.


