VEITINGAR
FERMINGAR
Múlabergsteymið sérhæfir sig í því að veita faglega þjónustu þegar kemur að öllum viðburðum, hvort sem það er í veislusal/sölum hjá okkur eða við komum til ykkar.
Við leggjum upp með því að veita faglega ráðgjöf og vinnum alla viðburði með skipuleggjendum eftir því sem óskað er.
Við erum stór starfsemi og það eru gríðarlega margir matseðlar í gangi hverju sinni fyrir veitingastaðinn, hópa og viðburði. Hér að neðan eru tillögur og verðdæmi að okkar vinsælustu veislum - en það er alltaf hægt að senda okkur fyrirspurn ef þú ert með annað í huga og við vinnum þetta áfram saman.
INNIFALIÐ Í VERÐI Á VEITINGUM
enginn falinn kostnaður - verð á mann er fyrir allan pakkann
SALUR - ÞJÓNUSTA - VEITINGAR
FAGLEG RÁÐGJÖF VEITINGASTJÓRA
Allur undirbúningur, sýning á sal ef óskað er eftir því og öll ráðgjöf eftir því sem er óskað
UNDIRBÚNINGUR OG FRÁGANGUR
Salurinn er undirbúinn og settur upp að öllu leyti eftir höfði veisluhaldarans, eftir samtal.
Starfsfólk okkar sér um alla tilllagningu og frágang.
- ÞJÓNUSTA
Öll þjónusta á viðburðinum sjálfum er innifalin. Framreiðslufólkið okkar sér um viðburðinn og alla þjónustu meðan á viðburði stendur.
- DRYKKIR
Innifalið er kaffi/te og appelsínudjús (þykkni)
Gos er greitt fyrir aukalega ef fólk vill veita slíkt.
GOS Í GLERI = 450 kr. stk.
GOS Í DÓSUM = 400 kr. stk.
- SKREYTINGAR
Innifalið í verði eru hvítir dúkar á öllum borðum og hlaðborðum/gestaborðum auk servíetta (nema þið komið með ykkar eigin).
Ekkert mál að koma með skreytingar eða annað og er það þá bara í samráði við veitingastjóra hvernig því er stillt upp.
Það er ekki leyfilegt að koma með smáskraut á borðin/confetti/glimmer nema gegn extra þrifgjaldi.
KÖKUVEISLAN
-
Spicy kjúllasalat
Brauðsalat & nýbakað súrdeigsbrauð
-
Heitur Brauðréttur
Skinka, aspas,
-
Marengstertur
Súkkulaði, karamella, fersk ber og ávextir
-
Frönsk Súkkulaðikaka
Fersk ber, karamella og þeyttur rjómi með
-
Flatkökur með hangikjöti
-
Kleinur
-
Blandaðar makkarónur
-
Ferskir ávextir
-
Kaffi, te og appelsínudjús
6.490 kr. á mann
6-12 ára = 3.245 kr. | 0-5 ára = Frítt
BRUNCH VEISLAN
-
Eggjahræra
-
Stökkt beikon
-
Stökkir kartöfluteningar
-
Amerískar pönnukökur & Hlynsíróp
-
Ferskir ávextir
-
Nýbakað súrdeigsbrauð
Með þeyttu smjöri og hummus
-
Mini hamborgarar
hamborgari með osti, salati og kokteilsósu
-
Kjúklingaspjót
Grilluð kjúklingaspjót í Tandoori
-
Eftirréttaturn
Blandaðir eftirréttir á eftirréttarturni
-
Súkkulaðikökubitar
-
Kaffi, te og appelsínusafi
6.990 kr. á mann
6-12 ára = 3.495 kr. | 0-5 ára = Frítt
GRILLVEISLAN
LAMB - NAUT - KJÚKLINGUR
Þú velur þér aðalréttatvennu:
GRILLAÐ LAMB & KJÚKLINGABRINGUR
EÐA
GRILLAÐ NAUT & KJÚKLINGABRINGUR
-
STÖKKT HVÍTLAUKSSMÆLKI
-
SÆTAR KARTÖFLUR
-
STEIKT GRÆNMETI
-
FERSKT SALAT
-
SÚRDEIGSBRAUÐ & ÞEYTT SMJÖR
-
BÉARNAISE SÓSA
-
PIPARSÓSA
-
Marengstertur
Súkkulaði, karamella, fersk ber og ávextir
-
Frönsk Súkkulaðikaka
Fersk ber, karamella og þeyttur rjómi með
-
Kaffi, te og appelsínudjús
7.990 kr. á mann
6-12 ára = 3.995 kr. | 0-5 ára = Frítt
SÚPUVEISLAN
-
Súpuhlaðborð
Val um: Sveppasúpa eða blómkálssúpa
-
Nýbakað súrdeigsbrauð
Með þeyttu smjöri og hummus
-
Frönsk Súkkulaðikaka
Fersk ber, karamella og þeyttur rjómi með
-
Kleinur
-
Blandaðar makkarónur
-
Ferskir ávextir
-
Kaffi, te og appelsínudjús
5.790 kr. á mann
6-12 ára = 2.890 kr. | 0-5 ára = Frítt
KJÚKLINGASÚPA
Skiptu í kjúklingasúpu, nachos, sýrðan rjóma og rifinn ost
6.490 kr. á mann
6-12 ára = 3.245 kr. | 0-5 ára = Frítt
SMÁRÉTTAVEISLAN
-
SPJÓT
Grilluð kjúklingaspjót & Grilluð Nautaspjót
ásamt BBQ, Bérnaise, Chillí mæjó og tómatsósu
-
STÖKKAR VORRÚLLUR
Djúpsteiktar grænmetisvorrúllur með teryiaki sósu
-
MINI OSTBORGARI
hamborgari með osti, salati og kokteilsósu
-
PULLED PORK BORGARI
með rifnu grísakjöti, bbq sósu og hvítlauksmæjónesi
-
DJÚPSTEIKTAR RISARÆKJUR
Djúpsteiktar risarækjur í tempura með engifergljáa og vorlauk
-
BEIKONVAFÐAR DÖÐLUR
2 stk. á spjóti
-
MOZZARELLA STANGIR
-
MINI PIZZUR
-
SÚKKULAÐIKÖKUBITAR
-
EFTIRRÉTTARTURN
Blandaðir eftirréttir á turni
-
Kaffi, te og appelsínudjús
7.590 kr. á mann
6-12 ára = 3.795 kr. | 0-5 ára = Frítt

ANNAÐ Í HUGA?
Það þarf ekki endilega að fara í veislurnar. Við getum sett saman veitingar eftir ykkar höfði!


