top of page
Mulaberg-Haust2020-552.jpg

Um okkur

Markmið okkar og metnaður liggur í því að koma gestum á óvart í mat og drykk. Við leggjum upp úr því að bjóða upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemmningu og notalegu umhverfi.

Matseðillinn er í höndum hæfileikaríkra matreiðslumannanna okkar og þeirra matreiðslunema þar sem íslensk og evrópsk matargerð kemur saman. Við bindum okkur ekki við eina stefnu í matargerð heldur leitum allra leiða til að gera skemmtilega rétti úr besta hráefninu hverju sinni.
Þá sérstaklega leggjum við mikið upp úr góðu úrvali af safaríkum og góðum steikum. Auk þess er okkar markvissa stefna að lækna valkvíða fyrir fullt og allt með að bjóða upp á minni rétti svo hægt sé að fá sér nokkra frekar en einn áður en farið er út í kvöldið.
 

Á Múlabergi er lifandi kokteilbar þar sem mikil vinna hefur farið í að búa til flotta og ljúffenga kokteila með skemmtilegum áherslum. Vínseðillinn hefur þá einnig að geyma gríðarlegt úrval vína sem hafa sérstaklega verið valin í tengslum við matseðilinn. Barinn og vínseðillinn er í höndum okkar allra færustu fagmanna sem sjá um að bragðlaukarnir fari sáttir og kannski örlítið kenndir út í kvöldið.
 

Múlaberg Bistro & Bar opnaði árið 2013 eftir miklar breytingar en hér hefur verið veitingastaður um áranna skeið, sem áður hét Rósagarðurinn. Árið 2020 tóku við enn aðrar breytingar á staðnum, matseðli og stefnu með nýjum eigendum og rekstaraðilum.

Múlaberg er í fastri sambúð með Hótel Kea, líkar sambúðin vel og nýtur þess að deila húsinu með þessu sögufræga og glæsilega hóteli. Í veitingadeildinni í þessu einstaka húsi hafa fjölmargir og ótrúlegir veitingafagmenn starfað í gegnum áratugina og það er okkar markmið og drifkraftur að halda arfleiðinni áfram. 

bottom of page